Atlaga að sjávarútvegi

Ragnar Árnason.
Ragnar Árnason. mbl.is/Árni Sæberg

Ragn­ar Árna­son, pró­fess­or í fiski­hag­fræði, sagði í sjó­mannadags­ávarpi á Grandag­arði í Reykja­vík í dag, að frum­vörp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um stjórn fisk­veiða væru at­laga að sjáv­ar­út­vegi sem grunnstoðar efna­hags­lífs Íslands og muni koll­varpa stjórn­kerfi fisk­veiða.

„Nái þau fram að ganga munu all­ir tapa, ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur mun hverfa aft­ur til fyrra skipu­lags, of­sókn­ar, styrkja- og upp­bót­ar­kerf­is og reglu­legra geng­is­fell­inga. Hann mun drag­ast aft­ur úr sjáv­ar­út­vegi ná­granna­land­anna, markaðir munu tap­ast. Geta ís­lenskra fyr­ir­tækja til að hasla sér völl í fisk­veiðum utan land­helgi mun hverfa. Þetta mun óhjá­kvæmi­lega hafa í för með sér tekju­skerðingu fyr­ir sjó­menn og byggðarlög," sagði Ragn­ar.  

Hann bætti við að háar fjár­hæðir muni fara í tvær átt­ir. Ann­ars veg­ar verði fé sóað á alt­ari of­sókn­ar og sam­keppni um fiskafla og óhag­kvæm­ari rekstr­ar. Hins veg­ar hygg­ist stjórn­völd draga háar fjár­hæðir út úr sjáv­ar­út­veg­in­um til að fjár­magna rík­is­rekst­ur­inn í Reykja­vík og milli­færslu­kerfið sem þar hef­ur verið byggt upp.

„Því verður seint trúað að Alþingi Íslend­inga, sem er kjörið til að efla Ísland bæta hag lands­manna   muni vilja standa að þess­ari öfugþróun," sagði Ragn­ar.

Fram kom hjá Ragn­ari að sjáv­ar­út­veg­ur­inn væri und­ir­staða ís­lenska efna­hags­lífs­ins og aflaði gjald­eyristekna, sem stæðu und­ir nán­ast helm­ingi af inn­flutn­ingi lands­manna. Án þessa inn­flutn­ings væri erfitt að lifa á Íslandi og tekj­ur af sjáv­ar­út­vegi borguðu fyr­ir stór­an hluta af stjórn­kerfi, mennta- og menn­ing­ar­lífi Íslend­inga. Rann­sókn­ir fræðimanna hefðu sýnt, að sjáv­ar­út­veg­ur stæði beint eða óbeint und­ir 25-30% af lands­fram­leiðslunni.

Allt hvíldi þetta á sjó­mönn­um, sem væru lík­lega um 4000 tals­ins eða 2-3% af vinn­andi fólki á land­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert