Tveir karlmenn um tvítugt gengu um og brutu rúður í fyrirtækjum á Aðalgötu á Sauðárkróki aðfaranótt laugardag. Ekki fórst þeim rúðubrotið betur úr hendi en svo, að þeir skáru sig báðir á hendi.
Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki höfðu mennirnir verið við skemmtanahald þegar þeir urðu illa fyrirkallaðir og gripu því til rúðubrots til að fá útrás fyrir leiðindi sín.
Við götuna eru veitinga- og skemmtistaðir og nokkuð af fólki var á ferli, sem sá til mannanna og veitti þeir eftirför uns lögregla kom og hafði hendur í hári þeirra.
Þeir skáru sig ekki alvarlega, annar þeirra þurfti á lítilsháttar aðhlynningu að halda hjá sjúkraflutningamönnum.