Fyrsti laxinn kominn

Ásmundur Helgason með fyrsta laxinn, sem veiddist í Norðurá í …
Ásmundur Helgason með fyrsta laxinn, sem veiddist í Norðurá í dag. mbl.is/Einar Falur

Fyrsti lax­inn er kom­inn úr Norðurá á þessu sumri. Ásmund­ur Helga­son, stjórn­ar­maður í Stang­veiðifé­lagi Reykja­vík­ur, veiddi lax­inn, sem var 84 senti­metra löng ný­geng­in hrygna.

Ásmund­ur setti í lax­inn á svo­nefndu Stokk­hyls­broti. Lax­inn tók heima­smíðaða flugu Ásmund­ar, sem nefn­ist Glaði tví­bur­inn. Eft­ir um 20 mín­útna viður­eign landaði Ásmund­ur lax­in­um en klukk­an var þá 9:13. Eft­ir að fisk­ur­inn hafði verið mæld­ur var hon­um sleppt í ána. Talið er að hann hafi verið 13-15 pund á þyngd. 

Skömmu áður en lax­inn tók hafði Ragn­heiður Thor­steins­son, veiðifé­lagi Ásmund­ar, sett í lax á sama stað en hann fór strax af öngl­in­um.

Nóg vatn er í Norðurá að þessu sinni. Aðstæður til veiði nú eru hins veg­ar ekki góðar, um 5 stiga hiti og kals­arign­ing og vatnið er 6 gráðu heitt. Reiknað er með að veiðin glæðist þegar líður á dag­inn og fer að hlýna.

Veiði hófst einnig í Blöndu í morg­un og þar er Þór­ar­inn Sigþórs­son, tann­lækn­ir m.a. við veiðar. Þar hafði ekk­ert veiðst síðast þegar frétt­ist.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert