Gleymdust í sjó í klukkutíma

Höfnin á Hvammstanga.
Höfnin á Hvammstanga. www.mats.is

Á sjómannadagshátíðinni á Hvammstanga, sem haldin var í dag, vildi ekki betur til en svo að tveir björgunarsveitarmenn gleymdust í sjónum, þegar verið var að sýna björgun á mönnum í sjó.

Í höfninni voru nokkrir bátar frá björgunarsveit. Þar var nokkur fjöldi björgunarsveitarmanna og fóru menn á milli bátanna.

Þegar komið var í land kom í ljós að tveggja manna var saknað.  Við eftirgrennslan kom í ljós að þeir voru enn í sjónum og biðu þess að sér yrði bjargað, en þeir höfðu þá beðið tæpa klukkustund.

Að sögn lögreglunnar á Blönduósi voru þeir bæði kaldir og þreyttir og var annar þeirra fluttur á sjúkrahús til skoðunar.

Þeir voru báðir klæddir í þurrbúninga.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert