Hálfdán Björnsson á Kvískerjum fékk í dag Bláklukkuna 2011, heiðursviðurkenningu Náttúruverndarsamtaka Austurlands, NAUST, fyrir ómetanlegt framlag til náttúruverndar á Austurlandi.
Í umsögn samtakanna segir, að rannsóknir Hálfdáns á lífríki, fuglum, skordýrum og plöntum, sérstaklega í Öræfum hafi verið mörgum hvati gegnum tíðina.
Viðurkenningin var veitt á ráðstefnu, sem haldin var á Djúpavogi í dag á 40 ára afmæli NAUST.
…