Rökin minna á sannanir fyrir geimverum

Gunnar Smári Egilsson.
Gunnar Smári Egilsson. mbl.is/Golli

Gunnar Smári Egilsson, formaður stjórnar SÁÁ, segir á vef samtakanna að rök sem geðlæknir færir fyrir greiningu á svonefndum ADHT sjúkdómi í fullorðnum minni hann einna helst á sannanir Erichs von Dänikens fyrir því að guðirnir hefðu verið geimfarar. 

Gunnar Smári fjallar í greininni um kostnað sjúkratrygginga vegna lyfja við ofvirkni og athyglisbresti (ADHD), sem var í fyrra tæplega 700 milljónir króna. Þar af var kostnaður vegna metýlfenídat eða rítalíns um 550 milljónir. Um helmingur þessara lyfja var ávísað á fullorðna einstaklinga.

Hann segir mjög umdeilt hvort ADHD greinist hjá fullorðnum og segir m.a. að ekkert í útskýringum  Grétars Sigurbergssonar, geðlæknis, í grein í Læknablaðinu nýlga, minni á hlutlæg vísindi.

„Þarna rennur saman vitnisburður um árangur (samskonar before and after og fylgir jafnt trúboði um sölu á hverskyns snákaolíu), einskonar þróunarfræði (Íslendingar hafa þróað með sér ADHD umfram aðrar þjóðir vegna harðrar lífsbaráttu gegnum aldirnar) og nokkurs konar andstöðumæling (þegar Grétar nefndi fyrst ADHD í fullorðnum fyrir 14 árum brugðust flestir læknar hvumsa við en Grétar verður ekki var við andstöðu lengur svo nokkru nemi)," segir Gunnar Smári.

Hann segir að þeirri spurningu hafi lostið niður í kollinn: „Getur verið að innan læknisfræðinnar rúmist svona tæp kenningasmíð og að á henni megi byggja stórkostlegan fjáraustur úr ríkissjóði?"

Fram kom í Kastljósi Sjónvarpsins nýlega, að á árinu 2009 ávísaði Grétar  rúmlega 214 þúsund skilgreindum dagskömmtum af metýlfenídatlyfjum. Þessu magni ávísaði Grétar til 372 einstaklinga með 1511 lyfseðlum. Verðmæti lyfjanna var 72 milljónir. 

Grein Gunnars Smára

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert