Tilefnislaus krossferð gegn rítalíni

Grétar Sigurbergsson, geðlæknir, sagði í fréttum Útvarpsins, að tilefnislaus krossferð heilbrigðisyfirvalda gegn rítalíni sé farin að hafa slæm áhrif á sjúklinga hans.

Grétar sagði, að umræða um misnotkun rítalíns hefði ekki haft áhrif á hann sjálfan en augljóst væri, að þessi áróðursherferð, sem stofnað hafi verið til af heilbrigðisvöldum í upphafi, sé farin að hafa slæm áhrif á suma sjúklinga hans.

Sagði hann að sjúklingarnir væru farnir að óttast að farið sé að líta á þá sem dópista og horft væri á þá öðruvísi í apótekum þegar þeir innleysa lyfseðla. Þetta valdi þeim kvíða, áhyggjum og vanlíðan.

„Þessi krossferð er í gangi af tilefnislaus. Við erum að fara aftur í miðaldir í nornaveiðar," sagði Grétar.

Gunnar Smári Egilsson, stjórnarformaður SÁÁ, skrifaði harðorða grein á vef SÁÁ þar sem rök fyrir greiningu á athyglisbresti fullorðinna eru gagnrýnd. Grétar sagði um þetta, að hann hefði ekki haft geð í sér til að lesa alla greinina og fyrir sagði að það væri fyrir neðan sína virðingu að lesa svona. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert