Bílum stolið í Þorlákshöfn

mbl.is/ÞÖK

Þrem­ur bif­reiðum var stolið í Þor­láks­höfn um helg­ina. Að sögn lög­regl­unn­ar á Sel­fossi þá fund­ust þær all­ar en tvær þeirra höfðu skemmst. Tveir voru hand­tekn­ir í tengsl­um við eitt málið.

Lög­regl­an seg­ir að í einu til­felli hafi tveir ung­ir menn stolið bif­reið sem stóð ólæst við Odda­braut aðfar­arnótt laug­ar­dags. Menn­irn­ir voru báðir ölvaðir en ann­ar þeirra sett­ist á bak við stýrið og ók af stað. Öku­ferðinni lauk með því að bif­reiðin rakst á ann­an bíl og endaði svo í húsag­arði. Báðir bíl­arn­ir skemmd­ust mikið.

Lög­regl­an hand­tók menn­ina og færði þá til yf­ir­heyrslu. 

Þá var ann­arri bif­reið stolið sömu nótt en að sögn lög­reglu þá fannst hún óskemmd á Eyr­ar­bakka­vegi á sunnu­dag. 

Þriðju bif­reiðinni var stolið aðfaranótt sunnu­dags frá Sel­vogs­braut en fannst dag­inn eft­ir skammt utan við Þor­láks­höfn. Þar hafði hliðarrúða verið brot­in. Var tösku með far­tölvu og fleiri munu, sem var í bif­reiðinni, stolið. 

Lög­regl­an biður þá sem veitt geta upp­lýs­ing­ar um þá bif­reið að hafa sam­band í síma 480 1010. Í öll­um til­vik­un­um þrem voru öku­tæk­in ólæst og lykl­ar aðgengi­leg­ir.

Bíl­ar skemmd­ir og inn­brot í trillu

Þá voru unn­ar skemmd­ir um helg­ina á tveim­ur bif­reiðum sem stóðu við Unu­bakka 48 í Þor­láks­höfn. 

Í morg­un barst svo til­kynn­ing um inn­brot í trillu í smá­báta­höfn­inni í Þor­láks­höfn.  Engu var stolið en mikið rótað auk þess sem papp­ír hafði verið lagður á hita­blás­ara sem var í gangi.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka