Stoltur af mótatkvæðinu

Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Sigmundur Ernir Rúnarsson. mbl.is/Ómar

Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á bloggsíðu sinni, að hann hafi verið stoltur af þeirri ákvörðun að greiða atkvæði gegn því að fjórir fyrrverandi ráðherrar yrðu dregnir fyrir landsdóm og hann sé enn stoltari af því nú. 

„Geir Hilmari Haarde mælist rétt. Landsdómsmálið er pólitísk aðför að honum. Og hreinsun, finnst mér; kattahreinsun," segir Sigmundur Ernir í upphafi pistilsins.

Segir hann að sú ákvörðun Alþingis að stefna einum manni fyrir dóm fyrir ábyrgðina á óförum landsins sé vægast sagt billeg og seint eða aldrei, teljist hún stórmannleg. Og hún er röng og lítilmannleg.

Bloggsíða Sigmundar Ernis

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert