„Ekkert annað en hneisa“

Mál Alþingis gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var þingfest í Landsdómi í dag. Geir lýsti sig saklausan af öllum ákæruliðum þegar hann tók afstöðu til ákæruatriðanna.

„Það hlýtur að teljast hneisa og ekkert annað en hneisa, í réttarríki, að farið sé af stað með ákærur án þess að mál sé fyrst rannsakað,“ sagði  Geir við blaðamenn eftir þingfestinguna.

Stuðningsmenn Geirs boðuðu til fundar í Hörpu klukkan 17 og er bein útsendinging frá fundinum á netinu á slóðinni  http://exton.kukl.is.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert