„Geir á sanngirni skilda“

mbl.is/Kristinn

Bekk­ur­inn var þétt­set­inn í Norður­ljósa­saln­um í Hörpu klukk­an fimm í dag, en þar héldu stuðnings­menn Geirs H. Haard, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra og for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins stuðnings­fund.

Meðal þeirra sem tóku til máls var póli­tísk­ur and­stæðing­ur Geirs, Kristrún Heim­is­dótt­ir, aðstoðarmaður Árna Páls Árna­son­ar, efna­hags- og viðskiptaráðherra.

Geir bauð viðstadda vel­komna og lýsti yfir ánægju sinni með staðsetn­ingu fund­ar­ins. Hann sagði að Harpa væri hús sem væri greini­lega til margra hluta nyt­sam­legt, meðal ann­ars til þess að draga þangað inn menn sem hefðu strengt þess heit að stíga aldrei inn fæti þar. Nefndi hann þar sér­stak­lega Pét­ur H. Blön­dal, þing­mann Sjálf­stæðis­flokks­ins.

„Ég þakka ykk­ur fyr­ir að sýna mér stuðning í því óheilla­máli sem hófst í lands­dómi í dag,“ sagði Geir og sagðist hafa rofið mánaða langa þögn sína í gær.

Hann vék að um­fjöll­un ým­issa net­miðla, en sagði hana ekki skipta miklu máli. Það sem skipti máli væri að  nú væri málið tekið fyr­ir.

Í máli Geirs kom fram að  málið yrði hugs­an­lega ekki tekið fyr­ir fyrr en í janú­ar 2012. „Ekki veit ég hvað laga­spek­ing­ar segja um þetta, en mér finnst þetta ótækt.“

Geir las upp yf­ir­lýs­ingu sína sem henn gaf fyr­ir lands­dómi í dag þar sem fram kom afstaða hans til sak­ar­efna en hann vísaði öll­um ásök­un­um á bug.

Hann sagðist vilja láta reyna á lög­mæti þess að lög­um um Lands­dóm var breytt. „Verði því hafnað, þá mun­um við láta reyna á al­menna frá­vís­un á grund­velli þes hvernig ákæru­atriðin eru úr garði gerð. Við telj­um að ákæru­atriðin stand­ist ekki þær kröf­ur sem gerðar eru til ákæru­atriða,“ sagði Geir.

„Auðvitað seg­ir það sig sjálft að það er ekki í lagi í rétt­ar­ríki að höfða mál á hend­ur manni án þess að rann­saka mál hans fyst. Ég geri ráð fyr­ir að það þætti ámæl­is­vert, jafn­vel í landi eins og Simba­bve.“

„En ég er þannig skapi far­inn að ég tek þetta ekk­err sér­lega nærri mér, ég veit hverj­ir standa að baki þessu,“ sagði Geir.

Hann sagðist ánægður með hversu marg­ir úr öðrum flokk­um væru stadd­ir á fund­in­um og hversu marg­ir hefðu skráð nöfn sín á vefsíðuna mals­vorn.is, en það væru nú þegar 3200 manns.

„Mál þetta er póli­tískt í eðli sínu,“ sagði Geir. „Það hefði verið það líka ef fjór­ir ráðherr­ar, en ekki einn, hefðu verið ákærðir. Þetta á ræt­ur í VG, þar sem ákveðið var að fara þessa leið.“

Ekki refsi­vert að bjarga banka­kerf­inu

Geir sagði að að und­an­förnu hefði komið í ljós að þær ákv­arðanir, sem tekn­ar voru í aðdrag­anda hruns­ins hefðu verið rétt­ar og komið í veg fyr­ir enn meiri skaða „Ég tel það ekki vera ref­isi­vert at­hæfi að hafa bjargað inn­lenda banka­kerf­inu.“

„Ég býst ekki við því að neinn, sem að þessu máli kem­ur geri það með glöðu geði,“ sagði Geir og nefndi í því sam­bandi dóm­ara og sak­sókn­ara.

„Það er verið að feta nýja stigu í réttar­far­inu og ef maður vill vera sann­gjarn, þá má gera ráð fyr­ir að ein­hverj­ir mis­stígi sig. En sum mis­tök eru ófyr­ir­gef­an­leg,“ sagði Geir og nefndi í því sam­bandi laga­frum­varp sem lagt var fram til að breyta um­fjörðinni um kands­dóm.

„Við ætl­um að hafa sig­ur í þessu máli,“ sagði Geir og bætti því við að hann fyndi mik­inn stuðning víða að.

Lög­fræðimenntaðir hljóta að blygðast sín

Kristrún Heim­is­dótt­ir, sem er aðstoðarmaður Árna Páls Árna­son­ar, efna­hags- og viðskiptaráðherra og fyrr­um aðstoðarmaður Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar Gísla­dótt­ur, ávarpaði fund­ar­menn. Hún fagnaði því hversu hóp­ur­inn var fjöl­breytt­ur, þar væru bæði sam­herj­ar henn­ar og mót­herj­ar úr stjórn­mál­um.

Kristrún sagði að ein af ástæðum þess að hún lagði Geir lið væri að ís­lenskt rétt­ar­kerfi stæði nú frammi fyr­ir stóru verk­efni.

Hún sagði rétt­ar­kerfið æv­in­lega hafa komið fyrst og staðið æðst. En sagðist leyfa sér að full­yrða að eng­in siðmenntuð manns­eskja með ein­hverja lög­fræðimennt­un gæti horft á þetta mál án þess að blygðast sín

„Ég er viss um að dóm­ar­ar­arn­ir lesa hættu­merk­in í mál­inu,“ sagði Kristrún.

„Af óskilj­an­leg­um ástæðum var marg­vís­leg­ur áburður og upp­spuni tek­inn gild­ur af höf­und­um rann­sókn­ar­skýrslu Alþingi,“ sagði Kristrún og benti á að ýms­ir aðrir hafi fengið þann rétt að fá rann­sókn á sín­um mál­um. En fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra hefði ekki fengið þann rétt.

„Reif­un máls­ins er í skötu­líki og alþing­is­menn sáu það ekki sem sitt hlut­verk að skilja málið, þeir tóku sér hlut­verk ákær­anda,“ sagði Kristrún. „Þetta er mesti heigils­hátt­ur sem ég hef orðið vitni að.“

Var í hinu liðinu

Kristrún sagði að þeir fjöl­miðlar, sem segðu Geir hafa framið lög­brot, segðu  ekki satt. „Það er vegna þess að lög um ráðherra­ábyrgð skil­greina ekki neitt sér­stakt af­brot. “

Hún sagði að þeir sem véluðu um málið vissu ein­fald­lega ekki hvað bankakreppa væri og for­sæt­is­ráðherra hefði aldrei verið dreg­inn til ábyrgðar fyr­ir dómi vegna þessa, einn og óstudd­ur

„Vann hann ekki stærsta kosn­inga­sig­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins árið 2007? Ég ætti að vita það, ég var í hinu liðinu,“ sagði Kristrún.

„Mig lang­ar til að lýsa því hér í þess­um sal, þá varð ég vitni að yf­ir­veg­un og æðru­leysi eins manns, sem fyr­ir þann sterka mátt ör­lag­anna sem við ráðum ekki við, sem vald­ist úr hópi Íslend­inga til að taka flest spjóta­lög­in og sverðshögg­in. Ég held að Íslend­ing­ar séu al­mennt þeirr­ar skoðunar að Geir H. Haar­de eigi sann­girni skilda.“

Kristrún sagði að eng­inn for­ystumaður í ís­lensk­um stjórn­mál­um hefði þurft að standa í ann­arri eins orra­hríð og Geir.

Hún lagði enn­frem­ur áherslu á að komið hefði í ljós að setn­ing neyðarlag­anna hefði verið rétt. Hún spurði hver glæp­ur Geirs væri, varla dytti nokkr­um í hug að dæma hann til refs­ing­ar vegna setn­ing­ar neyðarlag­anna. Rétt­ar­höld­in myndi engu nýju ljósi varpa á hvaða aðra val­kosti ís­lensk stjórn­völd höfðu.


Geir H. Haarde tekur á móti fólki í Hörpu í …
Geir H. Haar­de tek­ur á móti fólki í Hörpu í dag. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert