Kjánar finnast við Ísland

Kjánar hafa veiðst nokkrum sinnum við Ísland, alltaf við sunnan …
Kjánar hafa veiðst nokkrum sinnum við Ísland, alltaf við sunnan og vestanvert landið. Ljósmynd/Hafrannsóknarstofnunin

Í kjölfar hlýnunar sem hófst um upp úr 1995 og fram til ársins 2010 hefur 31 ný fisktegund fundist innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Flestar þeirra eru úthafs- eða djúphafstegundir aðallega þekktar frá hafsvæðum langt sunnan við landið. Aðeins í fáum tilfellum er um að ræða tegundir sem veiðar eru stundaðar á.

Nokkrar þessara nýju tegunda eru hins vegar mjög sjaldgæfar og hafa einungis veiðst af þeim örfá eintök. Fiskifræðingarnir Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson hafa gefið þessum nýju tegundum lýsandi íslensk nöfn og þar á meðal eru kjáni (lat. chaunax suttkusi), pétursfiskur (lat. dolichopteryx longipes) og trölli (lat. lamprogrammus shcherbachevi) sem hér eru sýndar myndir af.

Nánar er fjallað um þessi máli í Morgunblaðinu. 

Einungis sjö tröllar hafa veiðst í heiminum, svo staðfest sé, …
Einungis sjö tröllar hafa veiðst í heiminum, svo staðfest sé, þar af einn undan Reykjanesi árið 2000. Ljósmynd/Hafrannsóknarstofnunin
Pétursfiskur
Pétursfiskur Ljósmynd/Hafrannsóknarstofnunin
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert