Kjánar finnast við Ísland

Kjánar hafa veiðst nokkrum sinnum við Ísland, alltaf við sunnan …
Kjánar hafa veiðst nokkrum sinnum við Ísland, alltaf við sunnan og vestanvert landið. Ljósmynd/Hafrannsóknarstofnunin

Í kjöl­far hlýn­un­ar sem hófst um upp úr 1995 og fram til árs­ins 2010 hef­ur 31 ný fisk­teg­und fund­ist inn­an ís­lensku fisk­veiðilög­sög­unn­ar. Flest­ar þeirra eru út­hafs- eða djúp­haf­s­teg­und­ir aðallega þekkt­ar frá hafsvæðum langt sunn­an við landið. Aðeins í fáum til­fell­um er um að ræða teg­und­ir sem veiðar eru stundaðar á.

Nokkr­ar þess­ara nýju teg­unda eru hins veg­ar mjög sjald­gæf­ar og hafa ein­ung­is veiðst af þeim örfá ein­tök. Fiski­fræðing­arn­ir Gunn­ar Jóns­son og Jón­björn Páls­son hafa gefið þess­um nýju teg­und­um lýs­andi ís­lensk nöfn og þar á meðal eru kjáni (lat. chaun­ax suttkusi), pét­urs­fisk­ur (lat. dolichopteryx longipes) og trölli (lat. lamprogramm­us shcher­bachevi) sem hér eru sýnd­ar mynd­ir af.

Nán­ar er fjallað um þessi máli í Morg­un­blaðinu. 

Einungis sjö tröllar hafa veiðst í heiminum, svo staðfest sé, …
Ein­ung­is sjö tröll­ar hafa veiðst í heim­in­um, svo staðfest sé, þar af einn und­an Reykja­nesi árið 2000. Ljós­mynd/​Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­in
Pétursfiskur
Pét­urs­fisk­ur Ljós­mynd/​Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­in
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka