Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segist hafa fengið greiðslur frá Íbúðalánasjóði á árunum 2004 til 2008 vegna þess að hann var lögfræðingur sjóðsins.
„Ég vann alltaf á mjög lágum taxta og fyrir þessu öllu eru ítarlegar tímaskýrslur," sagði Árni.
Fram kom í svari á Alþingi í gær, að Íbúðalánasjóður varði á þessu tímabili alls 39 milljónum króna í lögfræðiaðstoð frá fyrirtækinu Evrópuráðgjöf, sem er í eigu Árna Páls Árnasonar. Greiðslurnar til Evrópuráðgjafar eru um 56% alls þess sem sjóðurinn greiddi fyrir lögfræðiþjónustu á téðu tímabili.