„Með ítarlegar tímaskýrslur“

00:00
00:00

Árni Páll Árna­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, seg­ist hafa fengið greiðslur frá Íbúðalána­sjóði á ár­un­um 2004 til 2008  vegna þess að hann var lög­fræðing­ur sjóðsins.

„Ég vann alltaf á mjög lág­um taxta og  fyr­ir þessu öllu eru ít­ar­leg­ar tíma­skýrsl­ur," sagði Árni.

Fram kom í svari á Alþingi í gær, að Íbúðalána­sjóður varði á þessu tíma­bili alls 39 millj­ón­um króna í lög­fræðiaðstoð frá fyr­ir­tæk­inu Evr­ópuráðgjöf, sem er í eigu Árna Páls Árna­son­ar. Greiðslurn­ar til Evr­ópuráðgjaf­ar eru um 56% alls þess sem sjóður­inn greiddi fyr­ir lög­fræðiþjón­ustu á téðu tíma­bili.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert