Mun skjóta máli til Mannréttindadómstóls

Geir H. Haarde tekur á móti fólki á stuðningsfundi í …
Geir H. Haarde tekur á móti fólki á stuðningsfundi í Hörpu í dag. mbl.is/Kristinn

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld, að tapi hann landsdómsmálinu svonefnda á einhverjum þeim forsendum, sem hann væri ekki sáttur við, þá verði málinu skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður Kastljóss, spurði Geir hvernig hann myndi bregðast við yrði hann sýknaður.

„Ég veit ekkert um hvað þar gæti  komið til greina. En maður gæti þá um frjálst höfuð strokið og hagað lífi sínu öðruvísi. Ég hef þurft að einbeita mér að þessu máli býsna lengi, alveg frá því að þetta nefndarstarf á vegum þingsins hófst," sagði Geir.

Hann sagðist hafa átt von á því að þingmannanefndin myndi rannsaka málið og kalla hann og fleiri fyrir nefndina en það hefði ekki gerst. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert