Vísar ákæruatriðum á bug

Landsdómur gengur í salinn.
Landsdómur gengur í salinn. mbl.is/Golli

Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, sagðist vera saklaus af öllum ákæruatriðum þegar mál Alþingis á hendur honum var þingfest fyrir landsdómi í dag. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni, sem mál er þingfest fyrir landsdómi.

Dómþingið hófst klukkan 13:30 í bókasalnum í Þjóðmenningarhúsinu. 

Geir er meðal annars ákærður fyrir að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði.

Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins með því til að mynda að stuðla að því að bankarnir minnkuðu  efnahagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert