„Þetta er ekki hægt"

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

„Þetta er ekki hægt," sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, á Alþingi í dag þegar hann ræddi um vinnu­brögð á þing­inu nú í lok vorþings.

Hann sagði að sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd hefði á síðasta sól­ar­hring fjallað um svo­nefnt minna frum­varp sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra um stjórn fisk­veiða, í  7,5 stund­ir. Fundað var í nefnd­inni í gær­morg­un, í gær­kvöldi langt fram á nótt og aft­ur í morg­un.

All­ir sem hefðu veitt álit á frum­varp­inu hefðu verið nei­kvæðir, talið frum­varpið van­búið, muni eng­um ár­angri skila  og kunni jafn­vel að brjóta gegn stjórn­ar­skrá. Þá sé óljóst fyr­ir hvern verið sé að setja þessi lög. 

Sagði Sig­urður að það væri með ólík­ind­um að verið sé að fjalla um þetta mál með það fyr­ir aug­um að klára það á næstu dög­um og sól­ar­hring­um.

„Þetta er ekki hægt, þetta er of­beldi fram­kvæmda­valds­ins gagn­vart Alþingi," sagði Sig­urður.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert