Þinglok ekki ákveðin

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Ekki hef­ur náðst sam­komu­lag um þinglok og því er alls óvíst hvenær þingi lýk­ur, að sögn Ástu Ragn­heiðar Jó­hann­es­dótt­ur, for­seta Alþing­is.

Ein ástæða þessa eru taf­ir á af­greiðslu fisk­veiðifrum­varps­ins, en auk þess eru ýmis mál enn í vinnslu inni í nefnd­um.

Á fundi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd­ar í kvöld lagði formaður nefnd­ar­inn­ar, Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, fram til­lögu um efn­is­leg­ar til­slak­an­ir á grein­um frum­varps­ins. Hún vildi ekki gefa upp í hverju þær fæl­ust, en nefnd­in mun koma sam­an til fund­ar klukk­an átta í fyrra­málið.

Ein­ar K. Guðfinns­son, full­trúi Sjálf­stæðis­flokks í nefnd­inni, staðfesti að meiri­hlut­inn hefði lagt fram til­lög­ur um til­slak­an­ir. Hann sagði sér ekki heim­ilt að greina frá efni þeirra, en sagði þær að nokkru leyti koma til móts við þá gagn­rýni sem hann hef­ur sett fram á frum­varpið.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert