Þinglok ekki ákveðin

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Ekki hefur náðst samkomulag um þinglok og því er alls óvíst hvenær þingi lýkur, að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis.

Ein ástæða þessa eru tafir á afgreiðslu fiskveiðifrumvarpsins, en auk þess eru ýmis mál enn í vinnslu inni í nefndum.

Á fundi sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar í kvöld lagði formaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, fram tillögu um efnislegar tilslakanir á greinum frumvarpsins. Hún vildi ekki gefa upp í hverju þær fælust, en nefndin mun koma saman til fundar klukkan átta í fyrramálið.

Einar K. Guðfinnsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni, staðfesti að meirihlutinn hefði lagt fram tillögur um tilslakanir. Hann sagði sér ekki heimilt að greina frá efni þeirra, en sagði þær að nokkru leyti koma til móts við þá gagnrýni sem hann hefur sett fram á frumvarpið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka