Þverpólitískur stuðningsfundur í Hörpu

Geir H. Haarde á blaðamannafundi í gær.
Geir H. Haarde á blaðamannafundi í gær. mbl.is/Kristinn

Stuðningsmenn Geirs H. Haarde hafa boðað til stuðningsmannafundar í Norðurljósasal í tónlistarhúsinu Hörpu. Þar mun Geir sjálfur flytja ávarp auk Kristrúnar Heimisdóttur, lögfræðings.

Kristrún er aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra og fyrrverandi aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra.

Fundurinn hefst klukkan 17:00 og aðstandendur búast við fjölmenni meðal annars ef marka má Facebook-síðu fundarins sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stofnaði.

Nú hafa um 3000 manns lýst yfir stuðningi við Geir, fyrrverandi forsætisráðherra, á heimasíðu Málsvarnar. Þar má líta ýmis þekkt nöfn og þar á meðal eru stjórnmálamenn. Á listanum er m.a. nafn Ingibjargar Sólrúnar. 

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Málsvarnar er um að ræða félag áhugafólks um réttláta málsmeðferð í landsdómsmálinu gegn Geir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert