Fréttaskýring: Vel smurt á tölvuleiki, myndavélar, minniskort og myndavélalinsur

Flestir kannast eflaust við frásagnir af Íslendingum sem töldu sig hafa upp í ferðakostnað við utanferð með hagstæðum kaupum á raftækjum. Lausleg athugun á vörum sem valdar voru af handahófi bendir til að í þessu leynist sannleikskorn. Og verðið hefur áhrif á kaupmátt.

Gengið hefur veikst

Byrjað var á tölvuleikjum.

Raftækjaverslunin Elko og hljómplötuverslunin Skífan gefa báðar upp verð á völdum tölvuleikjum á vefsíðum sínum.

Valdir voru þrír vinsælir leikir sem hægt er að fá senda frá útibúi Amazon í Bretlandi en sendingar þaðan til Íslands eru tímabundið ókeypis sé pantað umfram 25 pund. Því kann að fylgja einhver kostnaður og fyrirhöfn að sækja tölvuleikina á pósthús og er litið framhjá því hér.

Þá skal tekið fram að valdir voru leikir sem eru í dýrari kantinum á Íslandi og kann það að ýta undir að samanburðurinn sé Elko og Skífunni óhagstæður. Á móti kemur að miðgengi pundsins var 178 kr. um síðustu áramót og hefur krónan því veikst gagnvart gjaldmiðlinum um 4,6% á tímabilinu, að því er fram kemur á vef Seðlabankans. Sú prósentutala er hins vegar lítið brot af hlutfallslegri álagningu á leikina.

Einnig var farið út í samanburð á nokkrum raftækjum og skal ítrekað að valið er handahófskennt.

Leitað var ráðgjafar hjá tölvufræðingi og bendir lausleg athugun til að hægt sé að fá Dell-fartölvur á mun hagstæðari kjörum í Bretlandi. Eykst verðmunurinn ef tekið er tillit til virðisaukaskatts en upplýsingar um hann fengust hjá þjónustuveri Bell í Bretlandi símleiðis í gær. Bauð sölumaður hagstæðari kjör gegn því að pöntun væri lögð fram í gær en hann sagði virðisaukaskattinn endurgreiddan við heimferð á flugvelli.

Hagstæðara getur verið að kaupa hlut erlendis en að panta hann í gegnum netið þar sem opinberar álögur á hvern hlut í farangri telja ekki fyrr en umfram 32.500 kr.

Ólíkir markaðir

Þá leiðir samanburður á verði myndavéla og linsa til að verðið sé í mörgum tilfellum hátt hér á landi.

Er hér meðal annars horft til útsöluverðs í verslun J&R í New York en vart þarf að taka fram að markaðurinn þar er miklu stærri en sá sem verslun Beco hefur úr að spila á Íslandi. En eins og sjá má á kortinu hér fyrir ofan er 16GB minniskort mjög dýrt í versluninni.

Leiðrétting

Í umfjöllun um verðlag á ýmsum vörum í Morgunblaðinu kom fram að verðmunur á tölvuleiknum Lego Harry Potter - Episodes 1-4 hjá útibúi Amazon í Bretlandi og hjá hljómplötuversluninni Skífunni væri 5.207 krónur. Hið rétta er að miðað við uppgefnar forsendur var verðmunurinn 10.288 kr.

Þá var gerð athugasemd við að verðmunur í prósentum skyldi taka til höfuðstólsins, þ.e. lægra verðsins í samanburðinum, en ekki aðeins til verðmunar í krónum.

Jafnframt var ranglega sagt að verðmunur á minniskorti í Beco og hjá vefnum bhphotovideo.com væri 31%. Munurinn í krónum var 9.207 kr. og því 120%. Er beðist velvirðingar á mistökunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert