Flugi frestað til 10:10

Vinnustöðvun flugvirkja hefur áhrif á flug.
Vinnustöðvun flugvirkja hefur áhrif á flug. mbl.is/Ómar Óskarsson

Öllum flugferðum Icelandair  til Evrópu sem áttu að fara í morgun á milli klukkan 6  og 10  hefur verið frestað fram yfir klukkan 10 vegna vinnustöðvunar flugvirkja.

Upp úr viðræðum Flugvirkjafélags Íslands og ríkissáttasemjara slitnaði síðdegis í gær og vinnustöðvun var boðuð dagana 8., 9. og 10. júní,  í fjóra tíma í senn, ef samningar næðust ekki.

„Þetta eru heilir þrír sólarhringar og við getum vonandi náð saman á þeim tíma,“ segir Óskar Einarsson, formaður Félags flugvirkja. Vinnustöðvunin kemur til með að hafa seinkanir í för með sér á flugi Icelandair til Evrópu í morgunsárið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert