Fordæmir niðurrifsöfl

Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í kvöld.
Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í kvöld. mbl.is/Golli

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra og formaður VG, sagði þjóðfé­lagsum­ræðuna skipt­ast í tvö horn í eld­hús­dagsum­ræðum í kvöld. Ann­ars veg­ar færu þeir sem fjölluðu gagn­rýnið um erfiðleik­ana og hins veg­ar þeir sem gerðu allt til að brjóta það niður sem vel væri gert.

Sagði Stein­grím­ur „gamla og geðilla fauska“ þar á ferð án þess að nafn­greina niðurrifs­menn­ina. Skaut hann svo föst­um skot­um að Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Fram­sókn­ar, fyr­ir meinta nei­kvæðni í grein­ingu á þjóðfé­lags­mál­um í umræðunum fyrr í kvöld.

Ræða Stein­gríms gekk öðrum þræði út á að rök­styðja þá skoðun hans að stjórn­völd hefðu náð góðum ár­angri í bar­átt­unni við krepp­una.

Velta á fast­eigna­markaði það sem af sé ári væri 108% meiri en í fyrra. Í maí hefðu 37.200 er­lend­ir ferðamenn farið um Leifs­stöð og um 2.200 nýir bíl­ar selst á ár­inu miðað við 997 á sama tíma í fyrra. Þá hefði síðasta vænt­inga­vísi­tala Gallups hækkað um 11% og kred­it­korta­velta auk­ist.

Skuld­ir rík­is­sjóðs væru nú mun minni en ótt­ast var eft­ir hrunið eða 40% af þjóðarfram­leiðslu og 80,5% ef t.d. líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar séu tekn­ar með.

Þá væri sú til­laga Hafró að auka kvóta á þorski fagnaðarefni sem Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, kæmi ekki auga á. Jafn­framt væri til­laga Hafró um aukna loðnu­veiði og fyr­ir­huguð vinnsla á mak­ríl til mann­eld­is í sum­ar til að auka tekj­ur þjóðarbús­ins enn frek­ar.

Stein­grím­ur benti einnig á að skulda­trygg­inga­álag rík­is­ins hefði nú í fyrsta sinn frá 2007 farið niður fyr­ir 200 stig. Hann fjallaði einnig um kvótafrum­vörp­in og gerði grein fyr­ir rök­un­um að baki því að samþykkja þau á kom­andi þingi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert