Föst í fortíðinni

Ólöf Nordal.
Ólöf Nordal. mbl.is/Golli

Ríkisstjórnin er föst í fortíðinni, að mati Ólafar Nordal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hún gagnrýndi stjórnina harðlega fyrir að ala á ósætti í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum í kvöld.

„Endalaus gauragangur og rifrildi við stóra og smáa og enginn veit á hverju blessað fólkið á að lifa... Ætlar fjármálaráðherra að þakka sér gott ástand fiskistofna,“ sagði Ólöf og vékk að ræðu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra fyrr í kvöld.

Sagði Ólöf þurfa að gjörbreyta vinnubrögðum stjórnarinnar. Stjórnin kæmi með hvert málið óundirbúið og óþarft til að „kaupa sér tímabundnar vinsældir“.

Stjórnvöld kæmu fram með hugmyndir án þess að reikna út þjóðfélagslegar afleiðingar þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka