Föst í fortíðinni

Ólöf Nordal.
Ólöf Nordal. mbl.is/Golli

Rík­is­stjórn­in er föst í fortíðinni, að mati Ólaf­ar Nor­dal, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hún gagn­rýndi stjórn­ina harðlega fyr­ir að ala á ósætti í ræðu sinni í eld­hús­dagsum­ræðum í kvöld.

„Enda­laus gaura­gang­ur og rifr­ildi við stóra og smáa og eng­inn veit á hverju blessað fólkið á að lifa... Ætlar fjár­málaráðherra að þakka sér gott ástand fiski­stofna,“ sagði Ólöf og vékk að ræðu Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar fjár­málaráðherra fyrr í kvöld.

Sagði Ólöf þurfa að gjör­breyta vinnu­brögðum stjórn­ar­inn­ar. Stjórn­in kæmi með hvert málið óund­ir­búið og óþarft til að „kaupa sér tíma­bundn­ar vin­sæld­ir“.

Stjórn­völd kæmu fram með hug­mynd­ir án þess að reikna út þjóðfé­lags­leg­ar af­leiðing­ar þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert