Ollanta Humala, nýkjörinn forseti Perú, segir hina efnaminni munu njóta góðs af efnahagsuppganginum á meðan hans nýtur við stjórnvölinn. Humala er vinstrimaður en kveðst þó ekki munu feta í fótspór hins gamla lærimeistara síns, Hugu Chavez, forseta Venesúela.
„Við teljum að leiðin fram á við fyrir Perú sé sjálfstæð leið,“ sagði Humala og bætti því við að ekki yrði „hermt eftir öðrum þjóðum“ við stefnumótunina.
Hinn nýkjörni forseti boðar bætt samskipti við grannþjóðir í Suður-Ameríku, þar með talið Brasilíu, og svo Bandaríkin í norðri.
Markaðir tóku nokkra dýfu við kjör hans í embætti en vísitölur hækkuðu síðan aftur.
Ágætur hagvöxtur hefur verið í landinu á undanförnum árum og er skýringin öðrum þræði góð eftirspurn eftir hráefnisvörum frá landinu.