Skulda á annað hundrað milljarða í skatta

Steingrímur J. Sigfússon svaraði fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Steingrímur J. Sigfússon svaraði fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. mbl.is/Kristinn

Heildarfjárhæð áfallinna skatta sem voru í vanskilum í lok mars nam samtals 127,1 milljarði króna. Kemur þetta fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Alþingi.

Stærstur hluti þessarar upphæðar er vangoldinn virðisaukaskattur, rúmir 45 milljarðar króna. Tekjuskattur lögaðila sem var í vanskilum nam 38,5 milljörðum en einstaklingar í voru vanskilum með rúma 26 milljarða.

Á árinu 2009 námu afskriftir áfallinna skatta samtals 9,9 milljörðum kr. og 9,4 milljörðum kr. á árinu 2010, eða samtals 19,3 milljörðum kr. á síðustu tveimur árum. Þar af námu afskriftir á tekjuskatti einstaklinga 4,5 milljörðum kr., tekjuskatti lögaðila 4,4 milljörðum kr., virðisaukaskatti 8,8 milljörðum kr., tryggingagjaldi réttum 1 milljarði kr. og öðrum sköttum 0,6 milljörðum kr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert