Smábátasjómenn óhressir

Við smábátahöfnina í Bolungarvík.
Við smábátahöfnina í Bolungarvík. Árni Sæberg

„Við erum mjög óhress­ir með að það skuli ekki vera meiri afli í þorsk­in­um. Það geng­ur alltof seint að lyfta hon­um upp, en miðað við nýt­ing­ar­stefnu stjórn­valda þá gef­ur hún ekki meiri afla, það þarf að vera meiri sveigj­an­leiki í afla­regl­unni til að taka topp­ana þegar þeir koma," seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­band smá­báta­sjó­manna, um veiðit­il­lög­ur Hafró.

Örn tel­ur eng­an vafa á að 200 þúsund tonn af þorski myndu ekki skaða stofn­inn á nokk­urn hátt. Bend­ir hann á að hrygn­ing­ar­stofn­inn hafi ekki verið stærri síðan 1964 og viðmiðun­ar­stofn­inn ekki meiri í rúm 20 ár.

„Síðan urðum við fyr­ir von­brigðum með ýs­una. Samt er mik­ill sam­hljóm­ur hjá mönn­um í flest­um teg­und­um, sem ég hef heyrt frá, hvernig afla­brögðin hafa þró­ast og hvernig Hafró met­ur stöðuna - nema í ýs­unni. Menn sjá ekki ýsu­stofn­inn svona slak­ann eins og Hafró vill vera að láta," seg­ir Örn og vís­ar þar til ýsu­veiða á grunn­slóð. Þar hafi smá­báta­sjó­menn ekki átt í nein­um vand­ræðum með að veiða ýs­una og marg­ir flutt til sín kvóta úr stærra kerf­inu.

Bend­ir hann á að í króka­afla­mark­inu sé hlut­fall ýsu 15% en það sem af er ár­inu séu smá­báta­sjó­menn bún­ir að veiða um fjórðung­inn af allri ýsu sem hef­ur komið á land. Einnig hafi gengið verr fyr­ir stærri skip­in að ná ýs­unni.

Örn seg­ir fátt í til­lög­un­um hafa komið á óvart, nema ef vera skyldi um grá­slepp­una. Það sé nýtt að Hafró taki svo sterkt til orða um hana. Miðað við fjölda nýttra daga í grá­slepp­unni þá sé veiðin 30% minni á dag.

„Veiðin er eitt­hvað minni núna en áður en ef farið er nokkra ára­tugi aft­ur í tím­ann þá hafa alltaf verið sveifl­ur í grá­slepp­unni. Í fyrra var vertíðin mjög góð hjá okk­ur, vor­um að veiða um 70% meira en á meðal­vertíð. Veiðin var sér­lega góð úti fyr­ir Vest­ur­landi en við höf­um orðið var­ir við það á norðaust­ur­horn­inu að þar hef­ur veiðin minnkað," seg­ir Örn.

Og ekki má gleyma stein­bítn­um, seg­ir Örn. Um 90% afl­ans hjá trillukörl­um liggja í þess­um þrem­ur teg­und­um; þorski, ýsu og stein­bít. Einnig sé verið að skera veru­lega niður veiðar á stein­bít.

„Það er því mjög erfitt ár framund­an ef farið verður að fullu eft­ir þess­um til­lög­um. Þó að aukn­ing­in í þorski sé 17 þúsund tonn þá næg­ir það alls ekk­ert til að bæta þetta upp. Ég ætla að vona að ráðherra verði með ein­hvern sveigj­an­leika á afla­regl­unni, þannig að við sjá­um hærri tölu en 177 þúsund tonn," seg­ir Örn enn­frem­ur.

Fleiri þorsk­ar deyja bara úr elli

Vís­inda­menn Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar telja að árið 2016 verði hægt að veiða um 250 þúsund tonn af þorski. Spurður út í þetta bend­ir Örn á að fyr­ir fáum árum síðan hafi stofn­un­in verið að tala um veiði upp á 300 þúsund tonn. Viðmiðun­ar­stofn­inn er 969 þúsund tonn, sem er hæsta tala sem sést hef­ur í skýrsl­um Hafró frá ár­inu 1989.

„Þetta eru al­deil­is tíðindi og miðað við þau er verið að leggja til allof litla veiði. Það er verið að veiða minna úr hverj­um ár­gangi og safn­ast meira upp í eldri ár­göng­un­um. Það bend­ir til þess að hærra hlut­fall deyr bara úr elli," seg­ir Örn Páls­son.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert