Þýðingu Lissabon-sáttmálans lokið

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. mbl.is / Ómar Óskarsson

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, upplýsti á Alþingi í dag að íslenskri þýðingu á Lissabon-sáttmálanum, grunnlöggjöf Evrópusambandsins, væri lokið en upphaflega stóð til að verkinu yrði lokið fyrir lok febrúar á þessu ári. Var ráðherrann að bregðast við fyrirspurn frá Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins.

Lissabon-sáttmálinn tók formlega gildi 1. desember 2009 og er æðsta löggjöf ESB og aðildarríkja þess. Sáttmálinn er byggður á Stjórnarskrá ESB sem var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Hollandi og Frakklandi árið 2005 en fór sjálfur aðeins í þjóðaratkvæði á Írlandi. Var fyrst hafnað en samþykktur ári síðar.

Í fyrirspurn Vigdísar var einnig spurt hvort til stæði að fram færi kynning á Lissabon-sáttmálanum en Össur sagði í svari sínu að engin áform væru uppi um það.

Lissabon-sáttmálinn á íslensku

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert