Trúnaði létt af Líbíugögnum

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ekkert væri því til fyrirstöðu, að aflétta trúnaði af öllum gögnum, sem borist hafi frá utanríkisráðuneytinu til utanríkismálanefndar um hernaðaraðgerðir NATO í Líbíu.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, hóf umræðu utan dagskrár um stuðning Íslands við aðgerðir NATO í Líbíu. Skoraði hann m.a. á Össur að aflétta trúnaði af samráði utanríkisráðuneytisins við utanríkismálanefnd um málið.

Össur sagðist haft umboð til að veita fastafulltrúa Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu, að bandalagið tæki við samræmingu hernaðaraðgerða í Líbíu. Hann hefði rætt þetta í ríkisstjórn og í þinginu og ekkert benti til þess að hann hefði orðið viðskila við Alþingi í málinu. 

Hann sagði ljóst að mikill meirihluti væri í þinginu fyrir þessari ákvörðun. Eini flokkurinn sem hefði lýst yfir andstöðu væri Vinstrihreyfingin-grænt framboð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert