Dregur úr áfengisneyslu unglinga

Áfengisneysla 15–16 ára unglinga á Íslandi minnkað mikið á síðustu sextán árum samkvæmt niðurstöðum svonefndar ESPAD könnunar, sem Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri gerir hér á landi. 

Árið 1995 höfðu 64% nemenda í 10. bekk orðið drukknir um ævina og 56% sögðust hafa drukkið áfengi á síðustu 30 dögum. Árið 2011 sögðust  24% unglinga á þessum aldri hafa verið drukknir og 18% sögðust hafa orðið drukknir á síðustu 30 dögum.

Aðgengi nemenda að áfengi hefur minnkað en viðhorf þeirra til daglegrar áfengisneyslu hafa mildast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert