„Ég vil leita sátta“

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðehrra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðehrra. mbl.is/Kristinn

„Ég ætla ekki að fara með þetta mál fyrir dómstólana. Ég vil leita sátta í þessu máli og að því hefur verið unnið,“ sagði forsætisráðherra aðspurður um niðurstöðu í máli fyrir kærunefnd jafnréttismála.

Fram hefur komið að Anna Kristín Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur hyggist sækja skaðabætur vegna ráðningar í stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að ráða hefði átt Önnu þar sem hún hafi verið jafnhæf hið minnsta og sá sem var ráðinn. 

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi að málið sé í farvegi.

„Ríkislögmaður ásamt lögmanni þessa aðila hafa verið að ræðast við um þetta mál. Í þeim farvegi er það núna. Það er verið að reyna leita sátta í þessu máli,“ sagði Jóhanna.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu hvort hún ætlaði að semja við Önnu eða fara með málið fyrir dómstóla.

„Ætlar forsætisráðherra ekki að viðurkenna einfaldlega brot sitt og semja við brotaþola, eða tjónþola, í þessu máli. Eða ætlar forsætisráðherra að fara með málið fyrir dómstóla og láta skömm sína verða meiri fyrir vikið,“ spurði Þorgerður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka