„Ég vil leita sátta“

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðehrra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðehrra. mbl.is/Kristinn

„Ég ætla ekki að fara með þetta mál fyr­ir dóm­stól­ana. Ég vil leita sátta í þessu máli og að því hef­ur verið unnið,“ sagði for­sæt­is­ráðherra aðspurður um niður­stöðu í máli fyr­ir kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála.

Fram hef­ur komið að Anna Krist­ín Ólafs­dótt­ir stjórn­sýslu­fræðing­ur hygg­ist sækja skaðabæt­ur vegna ráðning­ar í stöðu skrif­stofu­stjóra í for­sæt­is­ráðuneyt­inu. Kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála hef­ur úr­sk­urðað að ráða hefði átt Önnu þar sem hún hafi verið jafn­hæf hið minnsta og sá sem var ráðinn. 

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi að málið sé í far­vegi.

„Rík­is­lögmaður ásamt lög­manni þessa aðila hafa verið að ræðast við um þetta mál. Í þeim far­vegi er það núna. Það er verið að reyna leita sátta í þessu máli,“ sagði Jó­hanna.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, spurði Jó­hönnu hvort hún ætlaði að semja við Önnu eða fara með málið fyr­ir dóm­stóla.

„Ætlar for­sæt­is­ráðherra ekki að viður­kenna ein­fald­lega brot sitt og semja við brotaþola, eða tjónþola, í þessu máli. Eða ætl­ar for­sæt­is­ráðherra að fara með málið fyr­ir dóm­stóla og láta skömm sína verða meiri fyr­ir vikið,“ spurði Þor­gerður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert