Tvö olíufélög, N1 og Shell, hafa hækkað eldsneyti að nýju eftir lækkun í síðustu viku. Hækkar lítrinn af bensíni að jafnaði um 2,90 krónur og dísilolíulítrinn um 6 krónur.
Eftir hækkun kostar bensínlítrinn 236,20 krónur hjá N1 og 237,20 krónur hjá Shell. Dísilolían kosta 237,20 krónur hjá báðum félögum.
Verðið hefur ekki hækkað hjá Olís, ÓB, Atlantsolíu og Orkunni.