Eldsneyti hækkar aftur

Tvö olíufélög, N1 og Shell, hafa hækkað eldsneyti að nýju eftir lækkun í síðustu viku. Hækkar lítrinn af bensíni að jafnaði um 2,90 krónur og dísilolíulítrinn um 6 krónur. 

Eftir hækkun kostar bensínlítrinn 236,20 krónur hjá N1 og 237,20 krónur hjá Shell. Dísilolían kosta 237,20 krónur hjá báðum félögum. 

Verðið hefur ekki hækkað hjá Olís, ÓB, Atlantsolíu og Orkunni.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert