Erlendir ríkisborgarar hafa styrkt efnahagslífið

Höfuðstöðvar Byggðastofnunar á Sauðárkróki.
Höfuðstöðvar Byggðastofnunar á Sauðárkróki.

Erlendir ríkisborgarar hafa styrkt íslenskt efnahagskerfi og erlendir skattgreiðendur skila meiru til ríkis og sveitarfélaga en þeir kosta því flestir sem hingað koma eru á vinnufærum aldri. 

Þetta er niðurstaða skýrslu, sem Byggðastofnun hefur látið gera. Þar kemur fram, að samkvæmt upplýsingum sem embættir ríkisskattstjóra vann fyrir Byggðastofnun greiddu erlendir ríkisborgarar yfir tíu milljarða í skatta og gjöld vegna tekna sem þeir öfluðu árið 2009.

Skattar og gjöld erlendra ríkisborgara vegna tekna árið 2009 voru 26% hærri og skattgreiðendum fjölgaði um 33% miðað við sambærilega greiningu frá árinu 2005.

Í skýrslunni segir, að skattar sem erlent starfsfólk greiðir til íslensks samfélags, séu m.a. notaðir til að reka mennta- og heilbrigðiskerfið. Erlent verkafólk skapi verðmæti fyrir samfélagið í heild sinni og margir úr þeirra röðum sinna öldruðum og sjúkum.

Skýrsla Byggðastofnunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert