Líkt og í gærmorgun hefur öllu flugi með flugvélum Icelandair, sem skv. áætlun áttu að fljúga frá Keflavíkurflugvelli milli klukkan 06:00 og 10:00 í dag, verið frestað til 10:10 vegna vinnustöðvunar flugvirkja.
Talið er að verkfallsaðgerðir munu hafa áhrif á rúmlega tuttugu þúsund ferðamenn samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni upplýsingafulltrúa Icelandair ef vinnustöðvun verður líka þriðja daginn í röð.
Icelandair hvetur viðskiptavini sína að fylgjast vel með komu- og brottfaratímum en upplýsingum um seinkun einstakra fluga mun vera sent með textaskilaboðum til farþega sem hafa skráð farsímanúmer sitt.