Gagnrýni hefur gengið of langt

mbl.is/Ómar

Meiri­hluti sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd­ar Alþing­is seg­ir í áliti um hið svo­nefnda minna sjáv­ar­út­vegs­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að gagn­rýni um­sagnaraðila á und­ir­bún­ing frum­varps­ins hafi gengið of langt.

Í áliti nefnd­ar­meiri­hlut­ans kem­ur fram, að óhætt sé að segja að, al­mennt hafi um­sagn­ir og um­mæli um­sagnaraðila um málið verið nokkuð nei­kvæðar og óvægn­ar.

Þannig hafi ít­rekað komið fram að um­sagnaraðilar teldu frum­varpið óvandað, m.a. þar sem það inni­héldi nýj­ar til­lög­ur sem ekki hefðu fengið mikla um­fjöll­un í þjóðfé­lag­inu. Þá var gagn­rýnt að ekki hefði verið lagt mat á mögu­leg­ar af­leiðing­ar til­lagn­anna áður en frum­varpið var lagt fram og mikið gert úr því að lík­ur væru á að efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar þess yrðu al­var­leg­ar og veru­leg­ar enda væri með því gengið frek­lega á þátt hag­kvæmni í fisk­veiðum.

Þá hafi komið fram að viðmið um sam­ráð við gerð frum­varpa hafi verið virt að vett­ugi við gerð frum­varps­ins, að ein­stök ákvæði færu gegn mark­miðum gild­andi fisk­veiðistjórn­un­ar­laga, að gengið væri á eign­ir og at­vinnu­rétt­indi út­gerðarmanna og meira vald fram­selt til ráðherra en áður hefði þekkst. Þá hafi verið bent á að ákvæði frum­varps­ins væru það mats­kennd að þau byðu heim hættu á brot­um á ýms­um lög­mæt­is­regl­um.

Að auki hafi um­sagnaraðilar marg­hafnað flest­um hug­mynd­um frum­varps­ins, nán­ast sama hvaða nafni þær nefnd­ust enda gengju þær gegn hags­mun­um sem snerta eign­ar­hald á at­vinnu­tækj­um sjáv­ar­út­vegs­ins og rétt þeirra sem starfa við sjáv­ar­út­veg til áfram­hald­andi starfa.

Nefnd­ar­meiri­hlut­inn  seg­ist telja að gagn­rýni um­sagnaraðila á und­ir­bún­ing frum­varps­ins hafi gengið of langt. Þá hafi gagn­rýn­end­ur frum­varps­ins hafi gert of mikið úr efna­hags­leg­um áhrif­um þess enda virðist af­skap­lega lítið sam­hengi á milli þeirra breyt­inga sem frum­varpið boðar og téðra af­leiðinga.

Hvað varði þá gagn­rýni að sam­ráð hafi ekki verið viðhaft við und­ir­bún­ing frum­varps­gerðar­inn­ar er bent á það mikla sam­ráð sem viðhaft var í starfs­hópi sem sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra skipaði til þess að end­ur­skoða lög um fisk­veiðistjórn­un og skilaði niður­stöðum sín­um árið 2010.    

„Í ljósi fram­an­greinds hafn­ar meiri hlut­inn því að und­ir­bún­ing­ur frum­varps­ins hafi verið ónóg­ur eða lé­leg­ur. Væri fullt mark tekið á slíkri gagn­rýni mætti með sanni halda því fram að langt gæti verið í að breyt­ing­ar á stjórn­kerfi fisk­veiða yrðu að veru­leika enda ekki fyr­ir­sjá­an­legt að áfram­hald­andi um­fjöll­un og und­ir­bún­ing­ur muni nokk­urn tíma leiða til þess að gagn­rýn­isradd­ir þagni og full sátt og sam­ráð nái fram að ganga. Engu síður tel­ur meiri hlut­inn að ekki verði hjá því litið að stjórn­kerfi fisk­veiða er flókið og sí­breyti­legt. Af þeim sök­um kann sveigj­an­leiki og örar breyt­ing­ar að ein­kenna fyr­ir­komu­lag þess," seg­ir í álit­inu.

Und­ir það skrifa full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og VG í nefnd­inni, Magnús Orri Schram og Björn Val­ur Gísla­son þó með fyr­ir­vara. 

Nefndarálit meiri­hluta sjáv­ar­út­vegs­nefnd­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka