Jafnt vægi atkvæða

Stjórnlagaráð.
Stjórnlagaráð. mbl.is/Golli

Undirnefnd stjórnlagaráðs leggur til, að atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vegi jafnt í þingkosningum. Tólfti fundur ráðsins verður í dag.

Nefndin leggur til, að mæla megi fyrir um í lögum að tiltekinn fjöldi þingsæta sé bundinn kjördæmum en þó aldrei fleiri en ⅖ hluta þeirra. Þá leggur nefndin til að þingmenn verði kosnir með persónukjöri á landsvísu, þar sem kjósendum verði heimilt að kjósa bæði þvert á lista og merkja við frambjóðendur í öðrum kjördæmum.

Nefndin leggur einnig til, að þriðjungur alþingismanna geti ákveðið að bera nýsamþykkt lög undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Þá beri  Alþingi nýsamþykkt lög undir þjóðaratkvæði ef 15% kosningabærra manna krefjist þess.

Þó sé ekki hægt að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni, ríkisborgararétt eða lög sem sett eru til að fylgja þjóðréttarskuldbindingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert