Stjórn ADHD samtakanna sendi á dögunum frá sér ályktun þar sem stjórnin segist harma mjög þá umræðu sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum að undanförnu um metýlfenídat lyf, s.s. Rítalín sem læknadóp og þann ömurlega veruleika sem á sér stað í undirheimum Íslands.
Í ályktuninni kemur einnig fram að umræðan hafi verið að mörgu leyti einhliða og að einstaklingar með ADHD hafi mætt auknum fordómum í kjölfar hennar.