Stemmning á tónleikum Eagles

Don Henley og Glenn Frey í Laugardalshöll í kvöld.
Don Henley og Glenn Frey í Laugardalshöll í kvöld. mbl.is/Golli

Mikil stemmning var í Laugardalshöll þar sem bandaríska rokkhljómsveitin The Eagles hélt tónleika í kvöld. Sveitin hóf þegar að spila sín þekktustu lög, áheyrendum til mikillar ánægju.

Tónleikarnir í Laugardalshöllinni eru hluti af tónleikaferðalagi sem lýkur í Las Vegas í október.  65 manna fylgdarlið ferðaðist með hljómsveitinni til landsins en ofan á það bætist 30 manna hópur íslenskra tæknimanna sem vinnur í kring um tónleikana.  

Uppselt var á tónleikana en um 10 þúsund miðar voru í boði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert