Vill vísa kvótafrumvarpi frá

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Golli

Sigurður Ingi Jóhannsson, sem situr í sjávaútvegsnefnd Alþingis fyrir Framsóknarflokkinn, leggur til að hinu svonefnda minna frumvarpi um stjórn fiskveiða, sem nú er til meðferðar á Alþingi, verði vísað til ríkisstjórnarinnar til gagngerrar endurskoðunar.

Segist Sigurður Ingi telja frumvarpið  vanbúið. Einstakar greinar megi fella út og breyta öðrum. 

Þeir Einar K. Guðfinnsson og Jón Gunnarsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í nefndinni, segja í áliti að frumvarpið sé óvandað, tillögur þess séu ófullburða, kunna að brjóta gegn stjórnarskrá, athugasemdum og skýringum við það sé mjög ábótavant og ákvæði þess ófullburða.

Leggja þeir til að málið nái ekki fram að ganga.

Nefndarálit sjálfstæðismanna

Nefndarálit framsóknarmanna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert