„Ég er bara alveg í skýjunum fyrir hönd félagsmanna“

Fallegt yfir að líta við smábátahöfnina í Keflavík.
Fallegt yfir að líta við smábátahöfnina í Keflavík. mbl.is/Arnór

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Landsbankans gegn þrotabúi Mótormax. Deilt var um lán, sem Landsbankinn taldi að fæli í sér skuldbindingu í erlendri mynt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að lánið væri í íslenskum krónum en gengistryggt og þar með ólöglegt.

„Ég er bara alveg í skýjunum fyrir hönd félagsmanna,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, um dóminn í gærkvöldi. Telur Örn að þessi dómur þýði að ekki verði hægt að mismuna fyrirtækjum eftir því hversu skuldsett þau eru.

„Þessi dómur tekur af allan vafa að það er enginn greinarmunur gerður á lánum til einstaklinga og til fyrirtækja,“ segir Örn í Morgunblaðinu í dag og telur að menn geti loks farið að leysa skuldamál sín. Telur hann að allir bankarnir hafi verið með sömu skilmála í lánum sínum. Hins vegar er Örn undrandi á því að dómurinn hafi verið klofinn að þessu sinni ólíkt því sem áður hefur verið.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert