Engin ríkisábyrgð á Icesave

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Friðrik Tryggvason

„Afstaða Íslands er sú að ekki sé ríkisábyrgð á skuldbindingum vegna innstæðutrygginga og ekkert hefur komið fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunarinnar sem breytir þeirri afstöðu ríkisstjórnarinnar,“ segir í yfirlýsingu efnahags- og viðskiptaráðherra til Alþingis.

„Þvert á móti má efast um að ríkisábyrgð á skuldbindingum innstæðutryggingasjóða standist almenn sjónarmið Evrópuréttar og slík ríkisábyrgð gæti ógnað fjármálastöðugleika í ýmsum Evrópusambandsríkjum,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni.

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið sendi í kvöld út yfirlýsingu Árna Páls Árnasonar efnahags- og viðskiptaráðherra til Alþingis um álit Eftirlitsstofnunar EFTA um Icesave málið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka