Esjan alhvít

Esjan alhvít að morni 10. júní. myndin var tekin klukkan …
Esjan alhvít að morni 10. júní. myndin var tekin klukkan 6. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar Reyk­vík­ing­ar vöknuðu í morg­un blasti við þeim al­hvít Esj­an. Víða snjóaði í á Norðaust­ur­landi í gær og var raun­ar al­hvít jörð víða í Þing­eyj­ar­sýsl­um.

Útlit er þó fyr­ir að held­ur fari að hlýna úr þessu. Ein­ar Svein­björns­son, veður­fræðing­ur, seg­ir á vef sín­um, að  mestu ótíðinni sé að ljúka en varla hlýni meira en svo að verði nærri meðallagi árs­tím­ans og kannski tæp­lega það.

Trausti Jóns­son, veður­fræðing­ur, seg­ir á sín­um vef, að sé miðað við upp­haf júní­mánaðar er kuld­inn und­an­farið svipaður og bú­ast megi við á um það bil 10 ára fresti. Ámóta kulda­köst hafi komið á þess­um tíma bæði 2001 og 1997.

Kastið 1997 hafi veirð snarp­ara, sér­stak­lega vegna þess að á und­an því fóru nokkr­ir mjög hlý­ir dag­ar með hita vel yfir 20 stig­um norðan­lands. Þá stóðu smáþjóðal­eik­ar yfir í Reykja­vík og mátti sjá hvít korn fjúka um Laug­ar­dags­völl­inn meðan á keppni stóð. Þá gerði al­hvítt á lág­lendi í kring­um Sel­foss.

Svona var ástandið á Egilsstöðum í gærkvöldi.
Svona var ástandið á Eg­ils­stöðum í gær­kvöldi.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert