Gripið til aðgerða vegna lyfjamisnotkunar

Algengasta lyfið við ADHD er rítalín.
Algengasta lyfið við ADHD er rítalín.

Viðbragðshóp­ur á veg­um vel­ferðarráðherra hef­ur skilað hon­um til­lög­um um aðgerðir til að sporna við mis­notk­un metýl­feni­dat-lyfja og annarra lyf­seðils­skyldra lyfja. Ráðherra hef­ur fall­ist á til­lög­ur hóps­ins og verður þegar haf­ist handa við að hrinda þeim í fram­kvæmd.

Fram kem­ur á vef ráðuneyt­is­ins, að til­lög­urn­ar fel­ist einkum í eft­ir­far­andi:

  • Hefta aðgengi fýkla að metýl­feni­dat-lyfj­um meðal ann­ars með því að ávísa frem­ur á lyf sem minni hætta er á að séu mis­notuð vegna meðferðar við ADHD.
  • Eft­ir­lit land­lækn­is verði eflt og kannaðir mögu­leik­ar á rýmri laga­heim­ild­um fyr­ir sam­keyrslu upp­lýs­inga úr gagna­grunn­um í því skyni.
  • Ávís­an­ir á metýl­feni­dat-lyf og önn­ur áv­ana- og fíkni­lyf verði aðeins af­greidd­ar út á lyfja­skír­teini.
  • Meðferðarúr­ræði fyr­ir ung­menni í fíkni­efna­vanda og eft­ir­fylgd með þeim verði auk­in.
  • Úrræði fyr­ir fíkla sem eru ný­greind­ir með HIV-smit og lifra­bólgu C verði efld.
  • Víðtækt sam­starf verði haft um að efla for­varn­ir, fé­lags­leg­an stuðning og bar­áttu við áv­ana- og fíkni­efna­vanda sam­fé­lags­ins.
  • Ráðist verði í op­in­bera stefnu­mörk­un í áv­ana- og fíkni­efna(lyfja)mál­um.

Lögð er áhersla á, að þótt til­lög­un­um sé ætlað að stemma stigu við mis­notk­un um­ræddra lyfja sé mark­miðið sömu­leiðis að tryggja að börn, ung­ling­ar og full­orðnir sem þurfa á þess­um lyfj­um að halda, meðal ann­ars við of­virkni og at­hygl­is­bresti, fái þau áfram ásamt nauðsyn­leg­um stuðningi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert