Ingvi Hrafn dæmdur fyrir skattalagabrot

Ingvi Hrafn Jónsson.
Ingvi Hrafn Jónsson.

Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN, var í dag dæmdur til hálfs árs skilorðsbundinnar fangelsisvistar og til að greiða 15 milljónir króna í sekt, að því er kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Var Ingvi Hrafn fundinn sekur um skattalagabrot við rekstur Langárveiða.  Eiginkona hans var einnig sakfelld og dæmd til að greiða 8 milljónir króna í sekt og til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar.

Haft var eftir Ingva Hrafni, að hann hefði ekki efni á að áfrýja og því stæði dómurinn.

Vefur Ríkisútvarpsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert