Íslandssaga náttúrunnar er að bráðna

Jöklarnir hafa rýrnað mjög við Breiðamerkurfjall.
Jöklarnir hafa rýrnað mjög við Breiðamerkurfjall. mbl.is/RAX

„Öll Íslandssagan, nánast frá landnámi, er geymd í jöklum landsins,“ segir Oddur Sigurðsson, jöklasérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann óttast að þessi saga kunni að fara forgörðum.

„Elsti ísinn sem nú er að bráðna er sennilega í Brúarjökli. Hann hefur fallið sem snjór á hábungu Vatnajökuls um það leyti sem landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson kom til landsins. Jökullinn varðveitir sögu loftslags, það er að segja sögu úrkomu og hitafars, eldfjallasöguna og eflaust sitthvað fleira. Nú er því spáð að jöklarnir hverfi að meira eða minna leyti á næstu 200 árum. Það þýðir að fimm ár af þessari sögu, sem við eigum eftir að rannsaka, hverfa á hverju ári.“

Oddur telur orðið mjög brýnt að kjarnabora í jöklana þar sem þeir eru hæstir og elstir, t.d. í Bárðarbungu, Hofsjökli, Kverkfjöllum og víðar, til þess að ná í þessar sögulegu heimildir áður en þær bráðna og hverfa. Hann segir að sambærilegar heimildir séu hvergi annars staðar til.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að verkefnið sé byrjað og búið sé að gera prufuboranir á Vatnajökli og Hofsjökli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert