Katrín Jakobsdóttir, menntamálamálaráðherra, og Gunnar Örn Sigvaldason, eiginmaður hennar, eignuðust sinn þriðja son í dag.
Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins, að þetta muni vera í fyrsta skipti sem kona, sem gegnir ráðherraembætti, eignast barn.
Fyrir eiga Katrín og Gunnar tvo syni, fjögurra og fimm ára gamla.