Rannsóknarréttur og nornaveiðar

Sr. Örn Friðriks­son, fyrr­ver­andi pró­fast­ur, seg­ir í bréfi til rann­sókn­ar­nefnd­ar þjóðkirkj­unn­ar, að það gæti verið að kirkj­an sé að gera al­var­leg mis­tök með því að stofna „rann­sókn­ar­rétt" og bein­lín­is hefja norna­veiðar þar sem kon­ur séu bein­lín­is hvatt­ar til að ákæra presta, lif­andi eða dauða.

Seg­ir Örn, að það hafi eng­an veg­inn verið „al­var­leg mis­tök" af sinni hálfu að taka þátt í að samþykkja yf­ir­lýs­ingu pró­fasta­stefnu árið 1996. Niðurstaða rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar er hins veg­ar sú, að svo hafi verið. 

Örn seg­ist ekki viss um að kirkjuþing hafi haft rétt til að skipa rann­sókn­ar­nefnd­ina og að hún sé ekki dómbær í mál­inu. Að hon­um sæki sú til­finn­ing, að þarna sé kirkj­an að reyna að fórna ein­hverj­um af sín­um eig­in mönn­um í von um að styrkja af­stöðu sína hjá al­menn­ingi. 

Hann seg­ist ekki muna þá at­b­urði vel, sem nefnd­in spurði hann um. Hann hafi hins veg­ar ekki verið í nein­um vand­ræðum með að samþykkja yf­ir­lýs­ingu pró­fast­anna. Lýs­ir Örn því í bréf­inu til nefnd­ar­inn­ar, að hann ef­ist um að kon­urn­ar fari með rétt mál þegar þær ásaka Ólaf Skúla­son um kyn­ferðis­brot. 

Seg­ist Örn hafa lesið, að ástæður þess að kon­ur kæru karl­menn rang­lega fyr­ir kyn­ferðis­brot væri til dæm­is von um pen­inga, öf­und, af­brýðisemi, hat­ur, hefnd eða löng­un til að kom­ast í sviðsljósið.

„Ég varð fljótt var við það, að Mý­vetn­ing­ar teldu hina síðast nefndu ástæðu nokkuð áber­andi í þessu máli. Um (Sigrúnu) Pálínu (Ingvars­dótt­ur) skal ég ekk­ert segja - en henni hef­ur þó sann­ar­lega tek­ist að kom­ast í sviðsljósið. Og nú virðast ýms­ar fleiri kon­ur melda sig - hvort sem það er nú af löng­un til þess að fá bita af kök­unni," seg­ir Örn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert