Sár yfir að hafa varið föður sinn

Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Árni Sæberg

Guðrún Ebba Ólafs­dótt­ir, dótt­ir Ólafs Skúla­son­ar bisk­ups, lýsti í framb­urði sín­um fyr­ir rann­sókn­ar­nefnd kirkjuþings því er hún ákvað að vera ekki viðstödd út­för föður síns árið 2008, en fram hef­ur komið að hann beitti hana kyn­ferðis­legu of­beldi er hún var barn og ung­ling­ur. Leitaði hún til Pálma Matth­ías­son­ar, sem sá um út­för­ina, er beindi henni til bróður síns, sr. Gunn­ars Rún­ars Matth­ías­son­ar, for­manns fagráðs þjóðkirkj­unn­ar.

Guðrún Ebba hafði á þess­um tíma átt sam­töl við Guðrúnu Jóns­dótt­ur hjá Stíga­mót­um og rætt við Sigrúnu Pálínu Ingvars­dótt­ur, sem hafði árið 1996 ásakað föður henn­ar fyr­ir kyn­ferðis­legt of­beldi.

Sagði hún Sigrúnu Pálínu að hún væri sár yfir því að hafa varið föður sinn er málið komst í há­mæli og leit­ast við að gera Sigrúnu Pálínu og hinar kon­urn­ar ótrú­verðugar.

 Efaðist um að málið ætti er­indi til fagráðs

Guðrún Ebba seg­ir sr. Gunn­ar hafa ef­ast um að mál henn­ar ættu er­indi til fagráðsins, faðir henn­ar væri dá­inn. Sam­bæri­leg seg­ir hún viðbrögð sr. Pálma hafa verið. „Þarna er jarðarför­in ekki búin að eiga sér stað," sagði Guðrún Ebba í framb­urði sín­um. „Þar að auki sagði hann að þetta væri svona „domestic". Ég væri að segja frá slík­um at­vik­um. Það hef­ur líka fokið í mig eft­ir á að hugsa þetta þannig að nú sé ein­hver stúlka, dótt­ir prests, sem þarf að ganga í gegn­um það sama og ég og fær síðan að heyra það þegar hún er orðin rúm­lega fimm­tug að þetta hafi verið svona „heim­il­is" og kirkj­an skoði það ekki".

Guðrún seg­ist ekki hafa sagt ber­um orðum að hún óskaði eft­ir fundi með fagráðinu en fannst eft­ir á að Gunn­ar hefði átt að liðsinna henni, enda kom hún til hans í miklu áfalli. „Ég sé auðvitað núna að hann hefði átt að segja að þau skyldu að minnsta kosti hitta mig og ég fengi traust­an tals­mann."

Eft­ir fund­inn hringdi Gunn­ar í Guðrúnu Ebbu og staðfesti það sem hann hafði sagt á fundi þeirra, mál henn­ar ætti ekki er­indi fyr­ir fagráð þjóðkirkj­unn­ar.

„Síðan hef­ur þetta setið í mér. Ég brást ekki við þarna, var kannski bara feg­in að þurfa ekki að gera meira, en það breyt­ir því ekki að þeir hafi átt að liðsinna mér, þó ekki væri nema það."

Guðrún Ebba sagði nokkr­um mönn­um inn­an kirkj­unn­ar frá mál­inu í kjöl­farið, m,.a. Karli Sig­ur­björns­syni bisk­upi, árið 2009, þar sem hún m.a. óskaði eft­ir að fá að hitta kirkjuráð. Hafði Karl m.a. spurt Guðrúnu Ebbu hvað hann ætti að segja móður henn­ar.

„Ásak­an­ir á hend­ur látn­um manni“

Bið varð á því að Guðrún Ebba fengi að hitta kirkjuráð, m.a. vegna þess að form­legt er­indi henn­ar þess að lút­andi var ekki skráð strax. Karl Sig­ur­björns­son bar fyr­ir rann­sókn­ar­nefnd­inni að það hefði ekki verið meðvituð ákvörðun að láta hjá líða að skrá bréfið um leið og það barst: „Það var talið inni­halda mjög al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur látn­um manni. Það var nú kannski það sem gerði það að verk­um að það var beðið með það."

Kirkj­an hefði átt að liðsinna

Það var ekki fyrr en 8. des­em­ber 2010 að Guðrún Ebba fékk loks fund með fagráði kirkj­unn­ar og síðar með kirkjuráði. Er það niðurstaða rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar að með svar­bréfi fagráðs til nefnd­ar­inn­ar sé á það fall­ist að rétt­ara hefði verið af hálfu ráðsins að eiga frum­kvæði að því á ár­inu 2008 eða í síðasta lagi þegar mál henn­ar var til um­fjöll­un­ar á vett­vangi kirkjuráðs á ár­inu 2009 að gefa Guðrúnu Ebbu kost á liðsinni eða ann­arri aðstoð fagráðs í sam­ræmi við starfs­regl­ur þess.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert