Sjálfsáinn birkiskógur er nú að vaxa upp á Skeiðarársandi. Hæstu trén eru á þriðja metra. Skógurinn er á 40-50 ferkílómetra svæði, aðallega á ofan þjóðvegarins á milli Gígjukvíslar og gamla farvegar Skeiðarár.
Heilmikil breyting hefur orðið á gróðri landsins á undanförnum árum. Það er helst þakkað aukinni hlýnun, minna beitarálagi, aukinni skógrækt og landgræðslu. Hlýrra loftslag og minni beit vega þar þyngst.
Greining á gervihnattamyndum sýnir að gróðurmagn landsins jókst um 50% frá árinu 1982 til ársins 2010. Aukingin var mest á vestan- og sunnanverðu landinu.