Sumarið lætur enn bíða eftir sér víða um land. Þæfingsfærð er nú á Fróðárheiði, Mjóafjarðarheiði og Öxum. Snjóþekja liggur yfir Hrafnseyrarheiði, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum.
Snjór er ennfremur víða í Mývatnssveit og á Möðrudalsöræfum. Krapasnjór er á Hálsum, Sandvíkurheiði, Vopnafjarðarheiði, á Vatnskarði eystra og Breiðdalsheiði.
Hálkublettir eru jafnframt á Fjarðarheiði.
Vegagerðin biður ökumenn að sýna aðgát og fylgja merkingum.