Stjórnarþingmenn ósammála

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og fleiri ráðherrar í þungum þönkum.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og fleiri ráðherrar í þungum þönkum. Kristinn Ingvarsson

Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar og liðsmaður Vinstri grænna, var eini nefndarmaðurinn af alls níu sem studdi skilyrðislaust minna kvótafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þegar það var afgreitt úr nefnd á Alþingi í kvöld.

 Allir þrír fulltrúar stjórnarandstöðunnar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og einn af liðsmönnum stjórnarflokkanna, Björn Valur Gíslason, skrifaði ekki undir álit nefndarmeirihlutans. Þrír samfylkingarmenn, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall og Helgi Hjörvar, gerðu fyrirvara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka