Þriggja mánaða Icesave-frestur

Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA.
Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA.

Íslendingar hafa þrjá mánuði til að greiða Bretum og Hollendingum innistæðutryggingar vegna Icesave. Þetta er niðurstaða Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem send var Íslendingum í dag. 

Greiði Íslendingar ekki skuldina innan frestsins mun stofnunin fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn, segir í tilkynningu frá ESA.

Í tilkynningu frá ESA segir ennfremur að fulltrúar stofnunarinnar hafi „farið ýtarlega yfir svarbréfið frá íslenskum stjórnvöldum en geti ekki annað en haldið sig við fyrri afstöðu sína“.

„Með því að borga ekki breskum og hollenskum innistæðueigendum braut íslenska ríkið í bága við löggjöf um evrópskar innistæðutryggingar.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert